Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Horns IV slhf. og REA ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 25/2023
 • Dagsetning: 19/7/2023
 • Fyrirtæki:
  • Landsbankinn hf.
  • REA ehf.
  • Horn IV slhf.
  • Landsbréf hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Flugþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns IV slhf. á hlut í REA ehf., sem er eignarhaldsfélag sem á tvö dótturfélög sem stunda flugþjónustustarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Horn IV er sérhæfður framtakssjóður (e. private equity fund) sem er rekinn af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem rekið er sem lokaður sjóður með um 30 fagfjárfesta sem hluthafa.

  Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans.

  Sett hafa verið skilyrði í málinu og að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum. Sáttin er heildstæð og ekki atviksbundinn og er ætlað að koma í veg fyrir neikvæð samkeppnisleg áhrif sem geta hlotist af yfirráðum Landsbréfa og sjóða þess á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.