Samkeppni Logo

Samruni Horns IV slhf. og REA ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns IV slhf. á hlut í REA ehf., sem er eignarhaldsfélag sem á tvö dótturfélög sem stunda flugþjónustustarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Horn IV er sérhæfður framtakssjóður (e. private equity fund) sem er rekinn af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem rekið er sem lokaður sjóður með um 30 fagfjárfesta sem hluthafa.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans.

Sett hafa verið skilyrði í málinu og að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum. Sáttin er heildstæð og ekki atviksbundinn og er ætlað að koma í veg fyrir neikvæð samkeppnisleg áhrif sem geta hlotist af yfirráðum Landsbréfa og sjóða þess á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.

Ákvarðanir
Málsnúmer

25 / 2023

Dagsetning
20230719
Fyrirtæki

Horn IV slhf.

Landsbankinn hf.

Landsbréf hf.

REA ehf.

Atvinnuvegir

Flugþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.