Samkeppni Logo

Ólögmætt samráð Landsvirkjunar, Fjarska ehf. og Símans hf. vegna viðskipta tengdum Fjarska ehf.

Reifun

Í kjölfar rannsóknar Samkeppniseftirlitsins hafa Síminn hf., Landsvirkjun og Fjarski ehf., dótturfélag Landsvirkjunar, gert sátt við Samkeppniseftirlitið og fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska, og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar.


Forsaga málsins er sú að í febrúar 2005 keypti Síminn fjórðungshlut í Fjarska sem starfar m.a. á fjarskiptamarkaði ásamt því að kaupa af Fjarska sex ljósleiðarastrengi af 12 á milli Hrauneyjafossstöðvar og Akureyrar. Eftir að greint var frá þessu samstarfi í fréttum hófu samkeppnisyfirvöld að eigin frumkvæði rannsókn sem leiddi til þess að aðilum var sent andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Þar kom fram það frummat eftirlitsins að markmiðið með samningum félaganna hafi verið að raska samkeppni og skipta með sér markaði á sviði fjarskipta og með því hafi aðilar farið gegn 10. gr. samkeppnislaga.


Í kjölfar þess að andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins var birt leituðu aðilar hvor fyrir sig eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið sem leiddi til ofangreindrar niðurstöðu. Í sáttinni felst að aðilar málsins viðurkenna að hafa farið gegn 10. gr. samkeppnislaga og fallast á að ógilda þá samninga sem voru grundvöllur brota. Þá fellst Síminn á að greiða 55 milljónir í stjórnvaldssekt og Landsvirkjun 25 milljónir. Litið var til þess að Síminn var leiðandi aðili í samráðinu sem skýrir mismun á sektarfjárhæð.

Ákvarðanir
Málsnúmer

6 / 2007

Dagsetning
19. febrúar 2007
Fyrirtæki

Fjarski ehf.

Landsvirkjun

Síminn hf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Ólögmætt samráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.