Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Landsbréfa hf. og TF II slhf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 26/2023
 • Dagsetning: 21/7/2023
 • Fyrirtæki:
  • TF II slhf.
  • Landsbréf hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar breytingu á yfirráðum í framtakssjóðnum TF II slhf. (hér eftir „TF II“). Með rekstrarsamningi dags. 30. maí 2023 tók Landsbréf hf. (hér eftir „Landsbréf“) við sem rekstraraðili sjóðsins. Með breytingu á rekstraraðila fólust breyting á yfirráðum í TF II og því um tilkynningaskyldan samruna að ræða.

  Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans.

  Það var mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt hafi verið að setja samrunanum skilyrði. Samkeppniseftirlitið gerði heildstæða sátt við Landsbréf í ákvörðun 25/2023 sem leysir þau samkeppnislegu vandkvæði sem einnig stafaði af þessum samruna og vegna þeirra íhlutunar Samkeppniseftirlitsins er ekki þörf á að hafast frekar að í þessu máli.