Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup L1234 ehf., Vex I slhf. o.fl. á Öryggismiðstöð Íslands hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2023
 • Dagsetning: 17/8/2023
 • Fyrirtæki:
  • Öryggismiðstöð Íslands hf.
  • L1234 ehf.
  • Vex l slhf.
  • VPE-ÖR ehf.
  • Feier ehf.
  • Laugarfell ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðun þessari var tekin afstaða til kaupa L1234 ehf. á 91,19% hlut í Öryggismiðstöð Íslands hf. en í kaupunum felst samruni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samruninn var tilkynntur formlega til Samkeppniseftirlitsins þann 13. júlí 2023.

  Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að um er að ræða svokallaðan samsteypusamruna þar sem samrunaaðilar starfa ekki á sama markaði. Samkeppnisleg áhrif skapast því ekki vegna aukinnar samþjöppunar eða láréttra áhrifa. Þá er ekkert í fyrirliggjandi gögnum sem bendir til þess að skaðleg lóðrétt eða samsteypuáhrif leiði af samrunanum.

  Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitins að ekki sé ástæða til frekari rannsóknar né sé nauðsynlegt að aðhafast vegna þessa samruna.