Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Vekru ehf./Bílaumboðsins Öskju ehf. og Dekkjahallarinnar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 34/2023
  • Dagsetning: 8/9/2023
  • Fyrirtæki:
    • Bílaumboðið Askja ehf.
    • Lotus Car Rental ehf.
    • Vekra ehf.
    • Dekkjahöllin ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Vekru ehf. og Dekkjahallarinnar ehf. Vekra er eignarhaldsfélag sem á m.a. Bílaumboðið Öskju ehf, Lotus Car Rental ehf. og fleiri fyrirtæki. Dekkjahöllin flytur inn og selur hjólbarða, felgur og ýmis konar tæki sem tengjast hjólbörðum, ásamt því að reka fjögur hjólbarðaverkstæði í þremur mismunandi sveitarfélögum.

    Það er því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn muni hafa áhrif á né raski samkeppni með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samrunans og lýkur því rannsókn málsins á fyrsta fasa.