Samkeppni Logo

Kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti Sýnar hf.

Reifun

Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Ljósleiðarans ehf. á stofnneti Sýnar hf. Fyrirtækin starfa á ýmsum mörkuðum fjarskiptaþjónustu. Ljósleiðarinn starfar á íslenskum heildsölumörkuðum fyrir fjarskiptaþjónustu og felst kjarnastarfsemi félagsins í rekstri ljósleiðaranets og sölu á vörum og þjónustum á ljósleiðaraneti félagsins til fjarskiptafélaga. 

Sýn er með starfsemi á sviði fjarskiptaþjónustu og fjölmiðlaþjónustu. Sýn veitir alhliða fjarskiptaþjónustu og býður alla meginætti innan hennar, þm.t. talsíma, farsíma-, gagnaflutnings-, sjónavarps- og internetþjónustu. 

Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.

Ákvarðanir
Málsnúmer

37 / 2023

Dagsetning
20230929
Fyrirtæki

Ljósleiðarinn ehf.

Sýn hf.

Atvinnuvegir

Fastanet (grunnnet og þjónusta)

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.