Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Alfa framtaks ehf., Umbreytingar II slhf., AU 24 ehf. og Reykjafells ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 38/2023
 • Dagsetning: 29/9/2023
 • Fyrirtæki:
  • Alfa framtak ehf.
  • Umbreyting ll slhf.
  • AU 24 ehf.
  • Reykjafell ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna Alfa framtaks ehf. Umbreytingar II slhf., AU 24 ehf. og Reykjafells ehf.

  AU 24 ehf. er eignarhaldsfélag en hefur ekki haft með höndum neinn rekstur frá því að það var stofnað og á ekki eignarhluti í öðrum félögum. Félagið er í fullri eigu Umbreytingar II slhf. sem er framtakssjóður í rekstri Alfa framtaks ehf.

  Reykjafell ehf. rekur heildverslun sem býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar á fyrirtækjamarkaði.

  Félögin starfa því á ólíkum mörkuðum, en að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki skörun í starfsemi samrunaaðila eða félaga í samstæðu þeirra, né er kaupandi að taka yfir starfsemi fyrirtækis sem framleiðir og/eða selur aðföng fyrir starfsemi hins, sé hvorki um láréttan né lóðréttan samruna að ræða. Ljóst er því að fjárfesting og kaup AU 24 ehf. á Reykjafelli ehf. telst til samsteypusamruna í samkeppnisréttarlegum skilningi.

  Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Af þeim sökum sér eftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna.