Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Innness ehf. á öllu hlutafé í Djúpalóni ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 39/2023
 • Dagsetning: 11/10/2023
 • Fyrirtæki:
  • Innnes ehf.
  • Djúpalón ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar undanfarið samruna Innness ehf. og Djúpalóns ehf. Í samrunaskrá kemur fram að Innnes sé matvöruheildverslun og starfsemi félagsins felist í vali á vörum. innflutningi, markaðssetningu og dreifingu á matvöru fyrir stórmarkaði, þægindaverslanir, hótel, veitingastaði, bakarí og mötuneyti. Í samrunaskrá kemur einnig fram að Djúpalón sé fyrirtæki sem stundi innflutning, markaðssetningu, sölu og dreifingu á sjávarfangi, aðallega fyrir veitingastaði.

  Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi gögnum málsins bendi til þess að markaðsráðandi staða skapist eða styrkist á viðkomandi vörumarkaði, eða samruninn muni raska samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna samrunans og lýkur því rannsókn málsins á fyrsta fasa.