Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Opinna Kerfa hf. og TRS ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 44/2023
 • Dagsetning: 8/12/2023
 • Fyrirtæki:
  • Opin kerfi hf.
  • VPE-OK ehf.
  • VEX l GP ehf.
  • TRS ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn á samruna Opinna Kerfa hf. (hér eftir „Opin Kerfi“) og TRS ehf. (hér eftir „TRS“). Opin Kerfi sérhæfir sig í ráðgjöf og rekstrar- og hýsingarþjónustu, ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði til bæði innlendra og erlendra fyrirtækja. Skráður tilgangur Opinna Kerfa sé sala á upplýsingatækni, markaðs-, ráðgjafar- og þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni, fjárfestingar í skyldri starfsemi, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur.

  TRS er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, fjarskiptum og rafmagni og var stofnað árið 1995. Skráður tilgangur TRS sé sala og þjónusta á tölvu- og fjarskiptabúnaði. Félagið sé með höfuðstöðvar á Selfossi en reki einnig skrifstofu í Kópavogi samkvæmt samrunaaðilum. 

  Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu, eða hann raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans og lýkur því meðferð málsins á fyrsta fasa.