Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Viking Car Rental ehf. á hluta reksturs Amazingtours ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 47/2023
 • Dagsetning: 19/12/2023
 • Fyrirtæki:
  • Arctic Adventures hf.
  • Viking Car Rental ehf.
  • Amazingtours ehf.
  • Straumhvarf ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samanlögð markaðshlutdeild samrunaaðila á þeim mörkuðum og sú samþjöppun sem af samrunanum leiðir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gefur að mati Samkeppniseftirlitsins ekki tilefni að telja að samrunaaðilar búi yfir markaðsráðandi stöðu eða hún falli þeim í skaut í kjölfar samrunans. Á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfi á eru auk þess mörg fyrirtæki starfandi. 

  Fyrir utan takmörkuð lárétt áhrif samrunans gefa gögn málsins ekki til kynna möguleg skaðleg áhrif samrunans, þ.e. lóðrétt áhrif eða samsteypuáhrif, sem krefjist frekari rannsóknar. Það er því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu, eða hann raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. 

  Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans og lýkur því meðferð málsins á fyrsta fasa.