Samkeppni Logo

Kaup Viking Car Rental ehf. á hluta reksturs Amazingtours ehf.

Reifun

Samanlögð markaðshlutdeild samrunaaðila á þeim mörkuðum og sú samþjöppun sem af samrunanum leiðir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gefur að mati Samkeppniseftirlitsins ekki tilefni að telja að samrunaaðilar búi yfir markaðsráðandi stöðu eða hún falli þeim í skaut í kjölfar samrunans. Á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfi á eru auk þess mörg fyrirtæki starfandi. 

Fyrir utan takmörkuð lárétt áhrif samrunans gefa gögn málsins ekki til kynna möguleg skaðleg áhrif samrunans, þ.e. lóðrétt áhrif eða samsteypuáhrif, sem krefjist frekari rannsóknar. Það er því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu, eða hann raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. 

Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans og lýkur því meðferð málsins á fyrsta fasa.

Ákvarðanir
Málsnúmer

47 / 2023

Dagsetning
19. desember 2023
Fyrirtæki

Amazingtours ehf.

Arctic Adventures hf.

Straumhvarf ehf.

Viking Car Rental ehf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.