Samkeppni Logo

Samruni Árvakurs hf., Fréttablaðsins ehf. og Pósthússins ehf.

Reifun

Með erindi dags. þann 17. október 2008 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um samruna samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 en samhliða erindinu var skilað inn samrunaskrá vegna kaupa Árvakurs hf. á öllu hlutafé í félaginu Fréttablaðið ehf. og 100% af útgefnu hlutafé Pósthússins ehf.

Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn hefði falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur á mörkuðunum fyrir útgáfu dagblaða, auglýsingar í dagblöðum, dreifingu dagblaða og prentun dagblaða. Hefðu samkeppnishömlurnar fyrst og fremst falist í því að markaðsráðandi staða eða einokun myndaðist á öllum mörkuðum málsins, enda hefðu tveir meginkeppinautarnir á viðkomandi mörkuðum sameinast. Með þessu hefði Morgunblaðið og Fréttablaðið verið í eigu sama aðila og misst sjálfstæði sitt gagnvart hvort öðru. Er það til þess fallið að draga úr fjölbreytni í efni og efnistökum hvors dagblaðs um sig og myndi það fela í sér verulegan skaða fyrir lesendur. 

Þá er það mat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar hafi ekki fært fyrir því nægar sannanir að leyfa eigi samrunann í heild sinni sökum fjárhagsörðugleika Árvakurs (e. failing firm defence). Ítarlegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ljúka málinu með setningu skilyrða en án árangurs. Sökum þessa er það mat Samkeppniseftirlitsins að ógilda beri samrunann á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga.

 

Ákvarðanir
Málsnúmer

6 / 2009

Dagsetning
13. febrúar 2009
Fyrirtæki

Árvakur hf.

Fréttablaðið ehf.

Pósthúsið ehf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.