Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Eggs ehf., BL ehf. o.fl. á öllu hlutafé í Bílaleigu Flugleiða ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/2024
 • Dagsetning: 6/6/2024
 • Fyrirtæki:
  • Bílaleiga Flugleiða ehf.
  • Egg ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Eggs ehf. á öllu hlutafé í Bílaleigu Flugleiða ehf. Egg ehf. er móðurfélag BL ehf. en aðalstarfsemi BL ehf. er að flytja inn nýjar bifreiðar og selja þær einstaklingum og fyrirtækjum, m.a. bílaleigum. Bílaleiga Flugleiða ehf. rekur bílaleigu undir merkjum Hertz. Aðalstarfsemi félagsins er að leigja einstaklingum og fyrirtækjum bifreiðar til lengri og skemmri tíma. Hertz rekur einnig bílasölu þar sem seldar eru notaðar bifreiðar úr flota félagsins. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.