Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Terra eininga ehf. og Öryggisgirðinga ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 14/2024
 • Dagsetning: 7/6/2024
 • Fyrirtæki:
  • Terra einingar ehf.
  • Öryggisgirðingar ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Umhverfismál
  • Gámaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

   Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna Terra eininga ehf. og Öryggisgirðinga ehf. Terra er dótturfélag í fullri eigu Terra umhverfisþjónustu hf. Í samrunaskrá kemur fram að starfsemi Terra felist í sölu og útleigu á húseiningum og gámalausnum. Terra umhverfisþjónusta býður upp á alhliða umhverfisþjónustu, m.a. losun íláta, móttöku á spilliefnum og raftækjum, skjalaeyðing og leiga á sérhæfðra íláta, gáma og tunna og kara. Öryggisgirðingar var stofnað árið 2003 og er skráður tilgangur félagsins verktakstarfsemi, smásala og heildsala, kaup og sala fateigna og rekstur þeirra. Fyrirtækið býður upp á girðingarefni og hliðum og meðal vara Öryggisgirðinga eru bílastæðahlið, rimlagirðingar, gönguhlið og reiðhjólaskýli. 

  Félögin starfa því á ólíkum mörkuðum, en að mati Samkeppniseftirlitsins hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem gefur tilefni til að skilgreina markaði málsins með öðrum hætti en samrunaaðilar hafa talið og gert hefur verið í fyrri ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Þar sem ekki er skörun í starfsemi samrunaaðila eða félaga í samstæðu þeirra, né er kaupandi að taka yfir starfsemi fyrirtækis sem framleiðir og/eða selur aðföng fyrir starfsemi hins, er hvorki um láréttan né lóðréttan samruna að ræða. Ljóst er því að fjárfesting og kaup Terra á Öryggisgirðingum telst til samsteypusamruna í samkeppnisréttarlegum skilningi. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Af þeim sökum sér eftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna.