Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruna Exista ehf. og VÍS eignarhaldsfélags hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 38/2006
  • Dagsetning: 11/10/2006
  • Fyrirtæki:
    • VÍS eingnarhaldsfélag hf.
    • Exista ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 12. júní 2006 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Exista ehf. á 80,8% eignarhlut í VÍS eignarhaldsfélagi hf. Eftir kaupin eiga Exista ehf. og dótturfélög þess um 99,93% í VÍS eignarhaldsfélagi hf.  Um er að ræða samruna tveggja fyrirtækjasamstæðna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

    Samruni Exista ehf. og VÍS eignarhaldsfélags hf. er ekki láréttur samruni þar sem keppinautar hætta að keppa á tilteknum markaði. Þessar fyrirtækjasamstæður hafa í aðalatriðum starfað á mjög ólíkum mörkuðum. Athugun Samkeppniseftirlitsins bendir ekki til þess að samlegðaráhrif þessa samruna skapi aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum né að samkeppnisleg staða keppinauta skerðist við samrunann. Ekki fæst því séð að samruninn leiði til eða styrki markaðsráðandi stöðu.

    Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni Exista ehf. og VÍS eignarhaldsfélags hf. gefi ekki ástæðu til frekari aðgerða.