Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Aðgerðir til þess að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði IP-fjarskipta ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 8/2009
 • Dagsetning: 27/2/2009
 • Fyrirtæki:
  • IP-fjarskipti ehf
  • Og fjarskipti ehf
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:
  • Markaðsyfirráð
 • Reifun

  Húsleit var gerð hjá Teymi, Vodafone og Tali þann 7. janúar 2009. Í kjölfarið tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun sem m.a. kvað á um að fulltrúar Teymis skyldu víkja úr stjórn Tals. Þá var jafnframt mælt fyrir um að Samkeppniseftirlitið myndi skipa óháða fulltrúa í stað þeirra í stjórn Tals, sem var get þann 6. febrúar 2009. Þann 11. febrúar tilkynntu viðkomandi stjórnarmenn um úrsögn sína og tilgreindu þeir þær ástæður að aðgerðir og háttsemi Teymis hefðu beinst gegn þeim. Töldu þeir sig ekki geta haldið áfram sem stjórnarmenn Tals. Í tilefni af þessu var Teymi kynnt að til skoðunar væri að hvort Teymi hefði með aðgerðum sínum gagnvart hinum óháðu  brotið gegn ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008.

  Undir meðferð málsins féllst Teymi á því að lúta tilteknu tímabundnu fyrirkomulagi sem væri í samræmi við markmið fyrri ákvarðana Samkeppniseftirlitsins um að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals. Var því mælt fyrir um í þessari ákvörðun að Teymi kysi fyrir sitt leyti í stjórn Tals óháða einstaklinga sem hefðu ekki hagsmunatengsl við Teymi og skyldi val þeirra borið undir Samkeppniseftirlitið til samþykktar. Þá skuldbatt Teymi sig til að grípa ekki til neinna ráðstafana í krafti eignarhlutar síns eða atkvæðavægis á hluthafafundum sem gætu dregið úr sjálfstæði stjórnarmanna eða hafa áhrif á stjórn Tals. Að lokum lýsti Teymi því yfir að félagið myndi ekki skerða samkeppnislegt sjálfstæði Tals. Umræddar ráðstafanir áttu að gilda meðan bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009 væri í gildi.

Tengt efni