Samruninn varðaði aðallega markaði fyrir bókunarkerfi, markaðstorg, og smásölumarkaði fjarskiptaþjónustu einkum til fyrirtækja. Síminn og Noona starfa á ólíkum en tengdum mörkuðum og hefur samruninn því enga eða takmarkaða samþjöppun í för með sér. Rannsóknin varðaði m.a. möguleg útilokunaráhrif vegna samtvinnunar, vöndlunar og yfirfærslu markaðsstyrks frá einu sviði til annars. Málinu lauk án íhlutunar þar sem gögn málsins gáfu ekki til kynna líklega og umtalsverða röskun á samkeppni.
26 / 2024
Noona Iceland ehf.
Noona Labs ehf.
Síminn hf.
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Samrunamál
"*" indicates required fields