Samkeppni Logo

Samruni Pennans hf. og Bókaverslunarinnar Andrés Níelsson hf. annars vegar og samruni Pennans hf. og Bókaverslunar Jónasar Tómassonar ehf. hins vegar

Reifun

Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um að Penninn hf. hefði keypt Bókaverslun Jónasar Tómassonar (BJT) á Ísafirði og  verslunarrekstur Bókaverslunarinnar Andrés Níelsson (BAN) á Akranesi. Af upplýsingum sem fram komu í tilkynningunni var ljóst að samlegðaráhrifa samrunanna myndi fyrst og fremst gæta við smásölu á bókum, tímaritum og skrifstofuvörum. Ljóst þótti að staða Pennans væri almennt mjög sterk á þeim sviðum viðskipta, sem og á markaði fyrir heildsölu á ritföngum, skrifstofuvörum, erlendum tímaritum og erlendum dagblöðum. Var hins vegar ljóst að rekstrarafkoma bókaverslana BAN og BJT hefur verið slæm á undanförnum árum. Í ljósi þessa og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að hafast frekar að vegna kaupa Pennans á umræddum bókaverslunum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

47 / 2006

Dagsetning
20061212
Fyrirtæki

Bókaverslun Andrésar Níelssonar

Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf.

Penninn hf.

Atvinnuvegir

Bókaútgáfa og sala

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.