|
Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna AU 26. ehf., eignarhaldsfélags í eigu sjóðs í rekstri Alfa Framtaks hf. („Alfa Framtak“), og Lyfja og heilsu hf. („Lyf og heilsa“). Alfa Framtak er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða er rekur tvo framtakssjóði en Lyf og heilsa rekur apótek um land allt undir heitinu Lyf & heilsa, Apótekarinn, Garðs Apótek og Apótek Hafnarfjarðar. Með samrunanum verður ekki samþjöppun á apótekamarkaði enda starfa samrunaaðilar á ólíkum mörkuðum. Aftur á móti þjónusta fyrirtæki í samstæðu Alfa Framtaks lyfsölubúðir á apótekamarkaði, þ.m.t. Lyf og heilsu og fjölmarga keppinauta þess. Er því aðallega um að ræða lóðréttan samruna og samsteypusamruna. Efir rannsókn á samrunanum var það mat Samkeppniseftirlitins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar að markaðsráðandi staða væri að verða til eða styrkjast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðar röskunar á samkeppni. Þá höfðu samrunaaðilar upplýst að ekki væru lengur samkeppnisbönn í samningum lyfjafræðinga og yrðu ekki til frambúðar samkvæmt reglum félagsins. |
13 / 2025
Alfa framtak ehf.
AU 26 ehf.
LHH 25. ehf
Lyf og heilsa hf.
Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields