Samkeppni Logo

Beiðni Félags íslenskra hljómlistarmanna um undanþágu á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga til að gefa út gjaldskrá fyrir organistadeild félagsins

Reifun

Samkeppniseftirlitinu barst beiðni frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna um undanþágu á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga fyrir sameiginlega gjaldskrá fyrir organistadeild félagsins. Taldi Samkeppniseftirlitið forsendur til að veita undanþágu á grundvelli ákvæðisins með þeirri takmörkun að gjaldskráin myndi aðeins gilda um þóknun fyrir organleik sem færi fram við útför og eftir atvikum við kistulagningu. Í því sambandi vísaði Samkeppniseftirlitið m.a. til sérstöðu þessara sérathafna miðað við aðrar sérathafnir. Að öðru leyti taldi Samkeppniseftirlitið Félagi íslenskra hljómlistarmanna óheimilt að ákveða og semja um eða á annan hátt fjalla um gjaldskrá fyrir hönd organistadeildar félagsins vegna organleiks við aðrar kirkjulegar sérathafnir, s.s. við giftingu eða skírnir.

Ákvarðanir
Málsnúmer

14 / 2006

Dagsetning
18. apríl 2006
Fyrirtæki

Organista deild Félags íslenskra hljómlistarmanna

Atvinnuvegir

Mennta- og menningarmál

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.