Í þessum samruna felast kaup ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures hf. á Happy Campers ehf. Arctic Adventures er ferðaskipuleggjandi sem býður upp á afþreyingarferðir um allt land og rekur þrjú hótel, en Happy Campers starfar helst við útleigu á sér útbúnum húsbílum (e. Campervan). Samkvæmt upplýsingum frá samrunaaðilum tekur samruninn til starfsemi á ólíkum mörkuðum og er því að mati Samkeppniseftirlitsins ólíklegt að marktæk lárétt eða lóðrétt skörun sé til staðar í starfsemi samrunaðila. Út frá framangreindu verður því ekki séð að samruninn hafi umtalsverð neikvæð samkeppnisleg áhrif í för með sér.
20 / 2025
Arctic Adventures hf.
Happy Campers ehf.
Ferðaþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields