Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Fóðurblöndunnar hf., á Kornhlöðunni ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 47/2007
  • Dagsetning: 28/8/2007
  • Fyrirtæki:
    • Fóðurblandan hf.
    • Kornhlaðan ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Landbúnaður
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Með bréfi, dags. 26. júlí 2007, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Fóðurblöndunnar hf. (FB) á öllum hlutum Mjólkurfélags Reykjavíkur hf. (MR) og Kornax ehf. í Kornhlöðunni ehf. Með samrunanum voru eignartengslinn milli FB, MR og Kornax rofin í samræmi við skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setti fyrir samruna FB og Áburðarverksmiðjunnar ásamt öðrum á síðasta ári. Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi ekki í ljós nein atriði sem bentu til þess að samruninn myndi raska samkeppni. Að mati Samkeppniseftirlitsins er því ekki ástæða til þess að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.