Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Másbúða ehf., Fit Food ehf. og Pure Performance ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2025
  • Dagsetning: 18/6/2025
  • Fyrirtæki:
    • Másbúðir ehf.
    • Fit Food ehf.
    • Pure Performance ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Aðilar að samrunanum eru Másbúðir ehf., Fit Food ehf. og Pure Performance ehf. Þann 18. desember 2024 var undirritaður kaupsamningur á milli Másbúða og Þrastaþings ehf., sem sé seljandi Fit Food, á öllu hlutfé í félaginu. Jafnframt hafi Másbúðir gert samning um kaup á félaginu Pure Performance. Í samrunaskrá kemur fram að starfsemi Fit Food lúti að innflutningi, markaðsetningu og sölu á heilsueflandi vörum. Starfsemi Pure Performance sé á sama markaði. Másbúðir séu hins vegar leitarsjóður (e. Search Fund) sem fjárfestir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.