Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Flóra Hotels ehf. og 201 hótel ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 24/2025
  • Dagsetning: 27/6/2025
  • Fyrirtæki:
    • Flóra Hotel ehf.
    • 201 hótel ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Flóra Hotels ehf. á öllu hlutafé í 201 hótel ehf. Flóra er einkahlutafélag sem heldur á rekstrarfélögum sem reka hotel undir mismunandi vörumerkjum. 201 hótel er leigutaki og rekstraraðili á hóteli í fasteigninni að Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Samruninn hefur lítil áhrif á markað fyrir hótelgistingu á höfuðborgarsvæðinu.

    Í samrunaskrá kemur fram að með vísan til takmarkaðrar markaðshlutdeildar samrunaaðila, telji þeir áhrif samrunans takmörkuð ef nokkur á markaði fyrir hótelgistingu á höfuðborgasvæðinu. Að sama skapi sé ljóst að samruninn komi ekki til með að skapa eða styrkja markaðsráðandi stöðu.

    Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum og rannsókn Samkeppniseftirlitsins eru ekki vísbendingar um að samruninn leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Vegna framangreinds telur Samkeppniseftirlitið hvorki forsendur til íhlutunar í máli þessu né ástæðu til frekari rannsóknar á mögulegum áhrifum samrunans og lýkur því meðferð málsins á fyrsta fasa.