Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja vegna útgáfu leiðbeinandi reglna um meðferð fjármuna ófjárráða barna

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 51/2006
 • Dagsetning: 18/12/2006
 • Fyrirtæki:
  • Samtök banka og verðbréfafyrirtækja
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Undanþágur
 • Reifun

  Samtök banka og verðbréfafyrirtækja leituðu til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar útgáfu reglna um meðferð fjármuna ófjárráða barna. Í erindinu kom fram að unnið hafði verið að drögum um upplýsingabækling vegna reglna um meðferð slíkra fjármuna. Ætlunin væri að gefa út upplýsingabækling þar sem veitt yrði yfirlit yfir þær lagareglur sem í gildi séu um þetta efni. Tekið var fram að æskilegt þætti að einungis yrði gefinn út einn bæklingur um þetta efni þar sem mismunandi framsetning á sama efni væri ekki til þess fallin að eyða óvissu og vanþekkingu á þessu sviði. Í ákvörðun sinni tók Samkeppniseftirlitið fram að líta yrði til þess að íslenskur bankamarkaður væri samanþjappaður fákeppnismarkaður. Samkeppniseftirlitið lagði áherslu á að almennt þyrfti að gjalda varhuga við samstarfi keppinauta á markaði af slíkum toga, þ.m.t. samstarfi innan hagsmunasamtaka fyrirtækja á slíkum markaði. Í ljósi hins sérstaka eðli samstarfsins sem mál þetta tók til þótti hins vegar ekki ástæða til að til að aðhafast vegna fyrirhugaðrar útgáfu upplýsingabæklingsins.