Ákvarðanir
Kaup Samhentra Kassagerðar hf. á öllu hlutafé í Plastco ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 37/2025
- Dagsetning: 18/11/2025
-
Fyrirtæki:
- Samhentir Kassagerð hf.
- Plastco ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Matvörur
- Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til kaupa Samhentra Kassagerðar hf. á öllu hlutafé í Plastco ehf. Tilkynning um samrunann barst 4. júní 2025 og málinu var lokið 10. júlí sama ár á fyrsta fasa án frekari rannsóknar. Samhentir er heildsölufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í umbúðum og rekstrarvörum, án eigin framleiðslu, en Plastco er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í pökkunarvélum, sérhæfðum umbúðum og þjónustu tengdri vélum og hugbúnaði. Starfsemi félaganna skarast aðallega á markaði fyrir sveigjanlegar umbúðir og á heildarmarkaði fyrir endursölu véla til matvæla- og iðnvinnslu, þar á meðal pökkunarvélar, voga- og skömmtunarvélar, prent- og límmiðavélar, sjálfvirkni- og stýribúnað og varahluti.
Samrunaaðilar töldu markaðshlutdeild sameinaðs félags á markaði fyrir sveigjanlegar umbúðir vera á bilinu 15–20%, en allt að 25% ef sala Bergplasts væri talin með. Á heildarmarkaði fyrir endursölu véla til matvælaiðnaðar var hlutdeildin metin um 20%. Að mati Samkeppniseftirlitsins voru ekki vísbendingar um að samruninn myndi skapa eða styrkja markaðsráðandi stöðu eða raska samkeppni verulega. Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum og sjónarmiðum markaðsaðila taldi eftirlitið ekki ástæðu til íhlutunar og lauk málinu án frekari aðgerða.