Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup UK fjárfestinga ehf. á Vélaverkstæði Þóris ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 38/2025
  • Dagsetning: 1/12/2025
  • Fyrirtæki:
    • UK fjárfestingar ehf.
    • Vélaverkstæði Þóris ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Vélar og tæki
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni er tekin afstaða til kaupa UK fjárfestinga ehf. á Vélaverkstæði Þóris ehf. Möguleg skörun á milli samrunaaðila er einna helst á milli Kraftvéla ehf., dótturfélags UK fjárfestinga ehf., og Vélaverkstæðis Þóris ehf. 

    Kraftvélar flytja inn atvinnutæki, þ. á m. vinnuvélar og landbúnaðartæki, auk þess að reka verkstæði í Kópavogi. Vélaverkstæði Þóris er einkahlutafélag sem rekur vélaverkstæði á Selfossi.

    Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum og rannsókn Samkeppniseftirlitsins eru ekki vísbendingar um að samruninn leiði til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti.