Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Radíó Reykjavík yfir synjun Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um gerð afnotaréttarsamnings

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 16/2006
  • Dagsetning: 22/5/2006
  • Fyrirtæki:
    • Radíó Reykjavík
    • Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Ljósvakamiðlar
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst kvörtun frá Radíó Reykjavík yfir því að Samband tónskálda og eigenda flutningréttar (STEF) neitaði að ganga til samninga við félagið um flutning verndaðra tónverka. Kvartandi krafðist þess að STEFi yrði meinað að krefjast tryggingar fyrir efndum á væntanlegum flutningaréttarsamningi. Undir rekstri málsins féllst STEF á að ganga til samninga við Radíó Reykjavík á grundvelli viðmiðunargjaldskrár STEFs. Hins vegar féllst kvartandi ekki á þessi samningskjör. Það var því mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri fyrir hendi synjun STEFs um að ganga til samninga við Radíó Reykjavík. Í ljósi ofangreinds var ekki talin ástæði til að hafast frekar að í málinu.