Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í Hitaveitu Suðurnesja

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 23/2008
 • Dagsetning: 17/4/2008
 • Fyrirtæki:
  • Orkuveita Reykjavíkur
  • Hitaveita Suðurnesja
 • Atvinnuvegir:
  • Orkumál
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Í ákvörðun sinni í dag kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á stórum hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS), öflugum keppinauti sínum, myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni og mælir fyrir um að OR selji af eignarhlut sínum þannig að félagið eigi ekki meira en 3% af heildarhlutafé í HS.

  OR hefur gert samninga sem leiða til þess að félagið getur eignast rúmlega 30% hlut í HS. Jafnframt liggur fyrir að gert hefur verið hluthafasamkomulag sem styrkir þau áhrif sem OR getur haft í HS. Virtir saman veita þessir gerningar OR möguleika á að hafa til langframa veruleg áhrif á stjórnun og rekstur HS í andstöðu við 10. gr. samkeppnislaga.

  Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið seldi hlut sinn í HS.  Í skilmálum sölunnar kom fram að íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í hlut ríkisins og var þetta gert til þess að vernda samkeppni. Í kjölfar sölunnar komst töluverð hreyfing á eignarhald í félaginu. Eignaðist þannig OR, einn helsti keppinautur Hitaveitunnar, um 15% hlut í félaginu. Var OR jafnframt skylt að kaupa um 15% hlut Hafnafjarðarbæjar af sveitarfélaginu kysi það svo.  Samkeppniseftirlitið tók viðskiptin til athugunar, en fyrirætlanir um samruna Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélags OR, og Geysis Green Energy höfðu áhrif á framgang rannsóknarinnar.

  Máli þessu var áfrýjað. Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2009

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir