Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Beiðni um framlengingu á heimild Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli ehf., til þess að starfrækja öryggis- og tækninefnd

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 37/2007
  • Dagsetning: 14/8/2007
  • Fyrirtæki:
    • EAK ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Með bréfi, dags. 3. júlí 2007, var óskað af hálfu Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli ehf. (EAK) að heimild félagsins til þess að starfrækja öryggis- og tækninefnd skipaða fulltrúum eigenda sinna og framkvæmdarstjóra þess yrði framlengd. Að mati Samkeppniseftirlitsins var talið að þar sem starfsemi EAK færi gegn 10. gr. samkeppnislaga, og að félagið starfaði á grundvelli undanþágu frá því ákvæði sem og að teknu tilliti til þess að samkvæmt heimild í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 27/2005 átti nefndin að starfa tímabundið, væru ekki forsendur fyrir hendi til þess að framlengja heimild EAK til þess að starfrækja umrædda öryggis- og tækninefnd. Var því beiðni EAK hafnað.