Samkeppni Logo

Afnám á hámarkstöxtum leigubifreiða sem Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra gefur út

Reifun

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra, BÍLS, hafði um margra ára skeið gefið út hámarksökutaxta fyrir leigubifreiðar eftir að hafa hlotið til þess samþykki samkeppnisyfirvalda (áður verðlagsyfirvalda). Að mati Samkeppniseftirlitsins felst viss þversögn í því að samkeppnisyfirvöld ákveði eða hafi bein afskipti af verðákvörðunum fyrirtækja á tilteknum mörkuðum enda er verðsamráð fyrirtækja og annað samkeppnishamlandi samstarf þeirra bannað í samkeppnislögum. Tók stofnunin því ákvörðun um að hætta afskiptum af ökutöxtum leigubifreiða frá 1. maí 2006. Frá og með þeim degi er hverjum þeim sem reka leigubifreiðar, félögum leigubifreiðastjóra og leigubifreiðastöðvum,óheimilt að hafa hvers kyns samráð og samvinnu um ökutaxta og önnur verðlagsmál í leigubifreiðaakstri.

Ákvarðanir
Málsnúmer

4 / 2006

Dagsetning
7. febrúar 2006
Fyrirtæki

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra

Atvinnuvegir

Leigubílaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Ólögmætt samráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.