Samkeppni Logo

Samruni Kaupfélags Skagfirðinga svf. og Mjólku ehf./Eyjabú ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitinu barst samrunatilkynning þann 18. september 2009 vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf. og Mjólku ehf./Eyjabú ehf. Taldi Samkeppniseftirlitið samrunann andstæðan markmiðum samkeppnislaga. Samruninn féll hins vegar ekki undir gildissvið samkeppnislaga vegna undanþáguákvæðis búvörulaga og því skorti lagaheimild til að grípa til íhlutunar.

Samkeppniseftirlitið beindi aftur á móti áliti til landbúnaðarráðherra, sbr. álit nr. 1/2009 Skaðleg samþjöppun í mjólkuriðnaði og áhrif búvörulaga á samkeppni þar sem því er beint til ráðherra að samkeppnishamlandi ákvæðum búvörulaga verði breytt þannig að samkeppni fái þrifist í mjólkuriðnaði til hagsbóta fyrir bændur og neytendur.

Ákvarðanir
Málsnúmer

40 / 2009

Dagsetning
10. desember 2009
Fyrirtæki

Kaupfélag Skagfirðinga svf.

Mjólka ehf./Eyjabú ehf.

Atvinnuvegir

Landbúnaður

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.