Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun 365 hf. á samningi sem Ríkisútvarpið ohf. og Árvakur hf. gerðu við Capacent Gallup.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 60/2007
 • Dagsetning: 2/11/2007
 • Fyrirtæki:
  • Ríkisútvarpiðohf.
  • 365 Ljósvakamiðlar ehf.
  • Capacent
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun Þann 20. apríl 2007, barst Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem 365 hf. (365) kvartaði yfir samningi sem Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) og Árvakur hf. gerðu við Capacent Gallup um gerð og birtingu vikulegra skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninganna. 365 taldi að umræddur samningur stæðist hvorki ákvæði samkeppnislaga né ákvæði laga um Ríkisútvarpið ohf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fellur samningurinn um gerð og birtingu umræddra fylgiskannanna innan hins rúma almannaþjónustuhlutverks RÚV. Þá er ekki talið að samstarf RÚV við Árvakur í þessu tilviki fari gegn samkeppnislögum. Ekki eru því taldar forsendur til íhlutunar Samkeppniseftirlitsins vegna málsins.