Með bréfi dags. 20. ágúst 2010 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Lyfjaþjónustunnar ehf. og Parlogis ehf. Fyrrnefnda fyrirtækið er að miklu leyti í eigu sömu aðila og eiga Icepharma hf., markaðsfyrirtæki sem selur lyf, hjúkrunarvörur o.fl., en Parlogis er vörustjórnunarfyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Samkeppniseftirlitið taldi ekki ástæðu til að aðhafast vegna samrunans.
29 / 2010
Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields