Fyrirtækið Hugarflug ehf. kvartaði til Samkeppniseftirlitsins yfir meintri mismunun Strætó bs. á útgáfumarkaði leiðakorta. Fyrirtækið taldi Strætó mismuna útgefendum leiðakorta varðandi aðgang að leiðakortum og með niðurgreiðslu og annarri aðstoð. Strætó hafnaði því að fyrirtækið hefði sýnt slíka mismunun og hefði Strætó ekki sýnt af sér neina þá háttsemi sem samkeppnishamlandi væri. Það var mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væru forsendur í málinu til að aðhafast á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga enda komu ekki fram gögn í málinu sem sýndu að Strætó hefði mismunað aðilum á markaði fyrir útgáfu leiðakorta fyrir erlenda ferðamenn.
21 / 2009
Hugarflug ehf.
Strætó bs.
Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields