Eftir að fréttir voru birtar af samruna Sparisjóðs Vestamanneyja og Sparisjóðs Hornafjarðar óskaði Samkeppniseftirlitið eftir gögnum frá framangreindum sparisjóðum þar sem um tilkynningarskyldan samruna væri að ræða. Bárust fullnægjandi gögn 13. júní 2007. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins benti ekki til þess að röskun yrði á samkeppni vegna samruna aðila. Sá Samkeppniseftirlitið því ekki tilefni til þess að aðhafast vegna samrunans.
26 / 2007
Sparisjóður Hornafjarðar
Sparisjóður Vestmannaeyja
Fjármálaþjónusta
Viðskiptabankaþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields