Samkeppniseftirlitinu barst samrunaskrá þar sem fram kemur að Exit ehf. hefði keypt allan hlut í Ferðaskrifstofu Íslands ehf. Flokkuðust kaupin sem láréttur samruni, þar sem báðir aðilar störfuðu á sama sölustigi. Því var ljóst að umtalsverðra samlegðaráhrifa myndi gæta í meginstarfsemi samrunafélaganna, sem var sala á skipulögðum ferðum til tilgreindra áfangastaða erlendis. Samrunaaðilar myndu því styrkja stöðu sína á þessum sviðum viðskipta við samrunann. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gáfu hins vegar ekki til kynna að samruninn myndi hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga og var því ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna hans.
21 / 2006
Ferðaþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields