Ákvarðanir
Brot Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu á samkeppnislögum í tengslum við lækkun á virðisaukaskatti á matvörum
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 10/2008
- Dagsetning: 14/2/2008
-
Fyrirtæki:
- Samtök iðnaðarins
- Samtök verslunar og þjónustu
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
-
Málefni:
- Ólögmætt samráð
- Reifun Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa viðurkennt að hafa haft um það samvinnu hvernig fyrirtæki innan vébanda samtakanna stóðu að verðbreytingum á forverðmerktum matvælum, í tengslum við lækkun á virðisaukaskatti úr 14% í 7% og afnám vörugjalda sem tók gildi þann 1. mars 2007. Viðurkenna bæði samtökin að á vettvangi þeirra hafi verið ákveðið hvernig standa skyldi að verðbreytingu í tengslum við þessa lækkun skatta, vegna vara sem verðmerktar eru hjá framleiðendum um leið og þeim er pakkað. Í því sambandi hafi verið ákveðið hvernig tilteknu tekjutapi yrði skipt á milli viðkomandi félagsmanna samtakanna. Hafa SI og SVÞ viðurkennt að hafa farið gegn samkeppnislögum að þessu leyti. Samtökin hafa hins vegar tekið fram að ásetningur hafi ekki staðið til þess að hindra samkeppni, einungis að skila verðlækkunum til neytenda. Sátt var gerð í málinu. Samkvæmt sáttunum fallast SI á að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 2.500.000,- og SVÞ fallast á að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 1.000.000,-.