Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Fjárhagslegur aðskilnaður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 11/2009
 • Dagsetning: 1/4/2009
 • Fyrirtæki:
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
 • Atvinnuvegir:
  • Mennta- og menningarmál
  • Háskólar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst kvörtun frá Magnúsi Eggertssyni sem laut að samkeppnisrekstri Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) samhliða starfsemi sem njóti verndar ríkisins. Kvartandi kvað LbhÍ bjóða þjónustu í heyskap og snjómokstri á almennum markaði og keppa þar við einkarekna aðila. Þess var óskað að Samkeppniseftirlitið kvæði á um fjárhagslegan aðskilnað á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga. Það var afstaða LbhÍ að skólinn stundaði ekki með skipulegum hætti starfsemi sem væri í samkeppni við einkaaðila. Við rekstur málsins kom fram að LbhÍ hafði gert samning um leigu á jörð og aðstöðu að Mið-Fossum vegna kennslu- og rannsóknarstarfa skólans og þannig var fallið frá heyvinnslu í verktakastarfsemi. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að sú starfsemi, sem að öðru leyti kvartað var yfir, félli ekki undir lögbundin verkefni LbhÍ og því kæmi beiting 14. gr. til álita í málinu. Tekjur LbhÍ vegna þessarar þjónustu væri aftur á móti það litlar að hinir almennu hagsmunir sem um ræddi í málinu væru ekki miklir. Samkeppniseftirlitið taldi því ekki tilefni til bindandi íhlutunar í málinu en beindi þeim tilmælum til LbhÍ að huga að því að allur kostnaður sem til félli vegna aðstoðar við bændur og snjómokstur væri lagður til grundvallar við verðlagningu þessarar starfsemi.