Samkeppni Logo

Kaup Alcan Inc. á Carbone Savoie S.A.S

Reifun

Með bréfi, dags. 31. október sl., var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Alcan France S.A.S á öllu hlutafé Carbone Savoie S.A.S. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur kaupsamningurinn í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt.


Með vísan til 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga hefur verið lagt mat á hvort samruninn hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist. Athugun Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna kaupa Alcan France á Carbone Savoie. Er vísað til þess að aðeins lítill hluti veltu fyrirtækjanna er hér á landi og virðist ekki vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni.  Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppni.  Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

44 / 2006

Dagsetning
8. desember 2006
Fyrirtæki

Alcan Inc.

Carbone Savoie S.A.S

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Stóriðja

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.