Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Birtings útgáfufélags ehf. og Útgáfufélagsins Fögrudyra ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 18/2007
  • Dagsetning: 18/5/2007
  • Fyrirtæki:
    • Birtingur útgáfufélag ehf.
    • Útgáfufélagið fögrudyr ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bókaútgáfa og sala
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynnt um kaup Birtings útgáfufélags ehf. á öllu hlutafé í Útgáfufélaginu Fögrudyrum ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna þar sem veltuskilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Að mati Samkeppniseftirlitsins mun samlegðaráhrifa samrunans einkum gæta í kostnaði félaganna vegna útgáfu og prentunar tímarita. Ekki verður litið framhjá sérstöðu þess markaðar sem um ræðir. Íslenskum tímaritamarkaði hefur farið mjög hnignandi undanfarin ár og hafa útgefendur íslenskra tímarita átt erfitt uppdráttar. Til dæmis má nefna að félag um eignarhald á þeim tímaritum sem Birtingur eignaðist útgáfuréttinn að í september 2006 var tvisvar tekið til gjaldþrotaskipta á síðastliðnum þremur árum. Með vísan til þessa m.a. er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn hafi ekki skaðleg áhrif á samkeppni á þeim markaði sem um ræðir og ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna hans.