Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar frá Vallarvinum ehf., að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag FL Group, hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Fyrirtækið braut samkeppnislög þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð um flugafgreiðslu. Var fyrirtækinu gert að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs.
9 / 2006
IGS ehf.
Vallarvinir ehf
Flugþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Markaðsyfirráð
"*" indicates required fields