Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Skýrr Hf. og EJS ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 36/2006
 • Dagsetning: 19/9/2006
 • Fyrirtæki:
  • Skýrr hf.
  • EJS ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Þann 24. febrúar 2006 barst Samkeppiseftirlitinu tilkynning um kaup Skýrr, dótturfélags Kögunar, á öllu hlutafé Dseta, eiganda 58,7% hlutfjár í EJS. Með bréfi, dags. 22. maí 2006 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um breytingar á samrunanum þess efnis að í stað þess að kaupin næðu til allra hluta í Dseta, næðu kaupin til framangreindra hluta í EJS. Samruninn flokkast undir láréttan samruna, þar sem aðilar eru starfandi á sama sölustigi. Því er ljóst að umtalsverðra samlegðaráhrifa muni gæta í meginstarfsemi samrunafélaganna, sem er sala vélbúnaðar, hýsing, kerfisleiga og tölvurekstrarþjónusta. Samrunaaðilar munu því styrkja stöðu sína á þessum sviðum viðskipta við samrunann. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar til kynna að samruninn muni hafa skaðleg samkeppnisleg árhif og taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.