Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Auðkennis hf. vegna samstarfs banka og sparisjóða um uppsetningu nýs öryggisbúnaðar

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 50/2006
 • Dagsetning: 18/12/2006
 • Fyrirtæki:
  • Auðkenni hf.
  • Landsbanki Íslands hf.
  • Glitnir hf.
  • KB banki hf.
  • Tölvumiðstöð Sparisjóðanna
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Undanþágur
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá Auðkenni hf. þar sem gert var grein fyrir samstarf banka og sparisjóða vegna kaupa, uppsetningar og reksturs á svonefndum Todos-öryggisbúnaði (auðkennislyklum). Í erindinu var tekið fram að liti Samkeppniseftirlitið svo á að uppsetning búnaðarins kæmi til með að raska samkeppni milli banka og sparisjóða væri óskað eftir undanþágu á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga. Í ákvörðun sinni taldi Samkeppniseftirlitið fyrirhugað samstarf vera til þess fallið að raska samkeppni og tók fram í því samhengi að íslenskur bankamarkaður væri fákeppnismarkaður þar sem bankar og sparisjóðir, sem starfa að meginstefnu til á sömu mörkuðum, nytu yfirburðarstöðu og því þyrfti að fara varlega þegar um samstarf keppinauta væri að ræða við slíkar aðstæður. Hinsvegar ákvað eftirlitið að veita samstarfinu tímabundna undanþágu þar sem því var beint til aðila að gæta sérstaklega að því að umrætt samstarf tæki aðeins til nauðsynlegra þátta sem tengdust innleiðingu á umræddum öryggisbúnaði í því skyni að vinna gegn því að misfarið yrði með aðgangsupplýsingar netbankanotenda.