Samkeppni Logo

Erindi er varða samkeppnishætti Námsgagnastofnunar við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema

Reifun

Samkeppniseftirlitið mælir fyrir um fjárhagslegan aðskilnað hjá Námsgagnastofnun milli þess hluta reksturs



Námsgagnastofnun starfar samkvæmt lögum nr. XX og reglugerð nr. XX. Stofnunin sinnir annars vegar lögbundnu hlutverki sínu að framleiða og sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og selur hins vegar framleiðslu sína á almennan markað. Ljóst er að Námsgagnastofnun viðhefur ekki fjárhagslegan aðskilnað í skilningi samkeppnislaga, þ.e. aðskilnað samkeppnisstarfsemi annars vegar og lögbundinnar eða verndaðrar starfsemi hins vegar.



Námsgagnastofnun er stofnun á A-hluta fjárlaga, þ.e. opinber stofnun í vernduðum rekstri í skilningi samkeppnislaga jafnframt því að vera í samkeppnisrekstri, sölu á almennan markað á náms- og kennslugögnum. Samkeppniseftirlitið bendir á að Námsgagnastofnun gefur út efni fyrir gríðarlega stóran hóp námsmanna og markaðurinn því stór. Þá er ljóst að forsendur þær sem upphaflega áttu við um sölu ríkisútgefinna bóka á almennum markaði eru nokkuð breyttar. Bendir Samkeppniseftirlitið á sölu Skólavörubúðarinnar í þessu sambandi.



Samkeppniseftirlitið telur að á meðan sá hluti rekstrar Námsgagnastofnunar sem er í samkeppni við einkaaðila er ekki fjárhagslega aðskilinn öðrum rekstrareiningum stofnunarinnar er hætta á að umrædd starfsemi, sem rekin er í samkeppni við einkaaðila, njóti þess að um er að ræða sölu á framleiðsluvörum framleiddum fyrir opinbert fé vegna skilgreinds hlutverks Námsgagnastofnunar.



Í ljósi þessa mælir Samkeppniseftirlitið fyrir um fjárhagslegan aðskilnað hjá Námsgagnastofnun

Ákvarðanir
Málsnúmer

40 / 2006

Dagsetning
19. október 2006
Fyrirtæki

Námsgagnastofnun

Samkeppniseftirlitið

Samkeppnisstofnun

Atvinnuvegir

Mennta- og menningarmál

Málefni

Samkeppni og hið opinbera

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.