Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Fjárhagslegur aðskilnaður Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 63/2008
 • Dagsetning: 18/12/2008
 • Fyrirtæki:
  • Matís ohf.
  • S10 ehf. Vísindagarðar
  • Háskólinn í Reykjavík
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá S10 ehf. Í erindinu var þess krafist að Samkeppniseftirlitið kvæði annars vegar á um að Matís ohf. yrði gert að fresta framkvæmd útboðs vegna leigu á fullbúnu skrifstofu- og þjónustuhúsnæði og hins vegar að kveðið yrði á um fjárhagslegan aðskilnað á milli þess hluta rekstrar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. sem er í frjálsri samkeppni við einkaaðila og þess hluta rekstrar sem nýtur skjóls eða verndar á grundvelli þess sambands sem sé á milli Háskóla Íslands og Vísindagarða, sbr. 14. gr. samkeppnislaga. Óskað var eftir því að Samkeppniseftirlitið tæki bráðabirgðaákvörðun í málinu. Að mati Samkeppniseftirlitsins voru ekki fyrir hendi skilyrði til töku bráðabirgðaákvörðunar í málinu. Af gögnum málsins er að mati Samkeppniseftirlitsins ljóst að um bókhaldslegan aðskilnað er að ræða á milli Vísindagarða, sem stunda rekstur sem er í samkeppni við einkaaðila, og Háskóla Íslands, sem nýtur opinberra fjárframlaga. Þó ljóst þyki að Vísindagarðar séu í dag fjárhagslega aðskildir frá Háskóla Íslands þykir Samkeppniseftirlitinu rétt að mæla fyrir um þá skyldu með vísan til samkeppnislaga og beina tilteknum fyrirmælum til Vísindagarða. Er því m.a. beint til Vísindagarða að það fjármagn sem Háskóli Íslands hefur lagt fram til Vísindagarða verði gert að hlutfé í félaginu þegar það hefur rekstur. Þá skal farið með öll viðskipti á milli Vísindagarða og Háskóla Íslands líkt og um óskylda aðila sé að ræða og skal greiða markaðsverð fyrir vörur og þjónustu sem annar aðilinn selur hinum. Í því sambandi er því beint til Vísindagarða að færa árlega til gjalda og greiða markaðsvexti af skuldum Vísindagarða við Háskóla Íslands samkvæmt mati löggilts endurskoðanda