Samkeppni Logo

Ósk um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga fyrir Bifreiðastöð Hafnarfjarðar til að gefa út sameiginlegan hámarksökutaxta fyrir bifreiðastjóra stöðvarinnar.

Reifun

Heimild fyrir Bifreiðastöð Hafnarfjarðar til að gefa  út hámarksökutaxta. Í ákvörðun þessari veitir Samkeppniseftirlitið Ný-ung ehf. sem rekur Bifreiðastöð Hafnarfjarðar heimild til útgáfu á hámarksökutöxtum fyrir bifreiðastjóra sem reka leigubifreiðar frá bifreiðastöð félagsins. Heimildin er veitt til eins árs og bundin tilteknum skilyrðum.


Ákvörðunin kemur í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, nr. 4/2006 Afnám á hámarksökutöxtum leigubifreiða sem Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra gefur út, sem birt var 7. febrúar 2006, og ákvörðun nr. 15/2006 þar sem gildistöku fyrrnefndrar ákvörðunar nr. 4/2006 var frestað til 30. júní 2006, ákvörðunum nr. 23/2006 og 25/2006 sem birtar voru 30. júní og 4. júlí sl. þar sem leigubifreiðastöðvunum Hreyfli og BSR var veitt samskonar heimild og Bifreiðastöð Hafnarfjarðar hefur nú verið veitt.

Ákvarðanir
Málsnúmer

30 / 2006

Dagsetning
14. júlí 2006
Fyrirtæki

Bifreiðastöð Hafnafjarðar

Ný-ung ehf.

Atvinnuvegir

Leigubílaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.