Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Arion banka á B.M. Vallá

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 31/2010
  • Dagsetning: 1/10/2010
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki hf. B.M.Vallá
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
    • Framleiðsla á byggingarefnum
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Arion banki tók yfir tilteknir eignir og ákveðna þætti í rekstri B. M. Vallár. Reksturinn samanstendur af framleiðslu á steinsteypu, hellum og ýmsum skyldum vörum.

    Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að yfirtakan raski samkeppni og að nauðsynlegt sé að setja samrunanum skilyrði. Féllust samrunaaðilar á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni. Um er að ræða ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu. Hefur Arion banki fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.

    Á meðal skilyrða má nefna að lögð er sú skylda að selja B.M. Vallá eins fljótt og auðið er. Jafnframt er mælt fyrir um ýmis skilyrði sem ætlað er að koma í veg fyrir mögulega samhæfingu í viðskiptastefnu atvinnufyrirtækja undir yfirráðum Arion banka og tryggja að þau starfi áfram sem sjálfstæðir keppinautar á markaði.
     
    Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um mál þar sem sambærileg skilyrði eru sett. Er m.a. fjallað nánar um þau í fréttatilkynningu., dags. 31. mars sl.