Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samkomulag fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs, efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, fjármálafyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 35/2010
  • Dagsetning: 16/12/2010
  • Fyrirtæki:
    • fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Á fundi hinn 15. nóvember 2010 kynntu fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins Samkeppniseftirlitinu fyrirhugað samkomulag um samræmda úrlausn skuldavanda fyrirtækja með sérstakri áherslu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Samkomulagið byggir á eldra samkomulagi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um gerð samræmdra verklagsreglna um aðferðafræði við endurskipulagningu fyrirtækja í samræmi við ákvæði laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrirhrunsins. Á fundinum kom fram ósk um að Samkeppniseftirlitið veitti aðilum samkomulagsins undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 við ólögmætu samráði, sbr. 15. gr. sömu laga.

    Með heimild í 15 . gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 veitir Samkeppniseftirlitið fjármálaráðuneytinu f.h. ríkissjóðs, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, Félagi atvinnurekenda, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja f.h. aðildarfélaga og Dróma hf. og Viðskiptaráði Íslands heimild til þess að gera og framkvæma samkomulag um aðferðafræði við mat á skuldavanda fyrirtækja og endurskipulagningu þeirra. Tekur heimild þessi til þeirra reglna sem ofangreindir aðilar rituðu undir hinn 15. desember 2010 og kynntar hafa verið undir heitinu: „Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.