Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ákvörðun um dagsektir vegna vanrækslu Mest ehf. á tilkynningu um samruna

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 9/2007
 • Dagsetning: 27/3/2007
 • Fyrirtæki:
  • Mest ehf.
  • Merkúr hf.
  • Súperbygg ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Í  desember 2005 átti sér stað tilkynningarskyldur samruni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga milli fyrirtækjanna Merkúr ehf. og Steypustöðvarinnar hf. undir merkjum Mest ehf. Þá var í byrjun október 2006 umfjöllun í fréttum um samruna félaganna Mest ehf. og byggingarvöruverslunarinnar Súperbygg ehf. Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli á lögboðinni tilkynningarskyldu Mest ehf. á grundvelli 17. gr. samkeppnislega vegna ofangreindra tveggja samruna hefur eftirlitinu enn ekki borist fullnægjandi tilkynningar vegna þeirra. Með því hefur Mest ehf. vanrækt ótvíræða lagaskyldu um tilkynningu samruna annars vegar og ákvörðun tekna með stoð í 19. gr. samkeppnislaga hins vegar. Af þessum sökum og með heimild í 38. gr. samkeppnislaga hefur  Samkeppniseftirlitið  ákveðið að leggja dagsektir á Mest ehf. Er félaginu gert að greiða 250.000 kr. á dag þar til fullnægjandi samrunatilkynningar hafa borist Samkeppniseftirlitinu.