Heimild til Bifreiðastöðvar Reykjavíkur, BSR, til útgáfu á hámarksökutöxtum. Í ákvörðun þessari veitir Samkeppniseftirlitið leigubifreiðastöðinni BSR heimild til útgáfu á hámarksökutöxtum fyrir bifreiðastjóra sem reka leigubifreiðar frá bifreiðastöð félagsins. Heimildin er veitt til eins árs og bundin tilteknum skilyrðum.
Ákvörðunin kemur í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, nr. 4/2006 Afnám á hámarksökutöxtum leigubifreiða sem Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra gefur út, sem birt var 7. febrúar 2006, og ákvörðun nr. 15/2006 þar sem gildistöku fyrrnefndrar ákvörðunar nr. 4/2006 var frestað til 30. júní 2006, og loks ákvörðun nr. 23/2006, sem birt var 30. júní 2006 þar sem leigubifreiðastöðinni Hreyfli var veitt samskonar heimild og BSR hefur nú verið veitt.
25 / 2006
Bifreiðastöð Reykjavíkur
BSR
Leigubílaþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Undanþágur
"*" indicates required fields